Leikhús, tónlist, listir o.s.frv.

Sérhver raunveruleg birtingarmynd mannlegrar starfsemi verður að umbreytast í krafti fagnaðarerindisins, rétt eins og Kristur vildi taka á sig gervallt mannlegt eðli, að undanskildum syndunum.

Þess vegna viljum við að meðlimir okkar uppgötvi og þrói þá hæfileika sem Guð hefur gefið þeim, með því að taka þátt í öllum sviðum menningarinnar: Í leikhússtarfi, tónlist, listum, dansi o.s.frv.

Dvalarbúðir, ferðalög, íþróttir

Gleðin ætti að vera aðalsmerki unga fólksins í Voces Verbi. Gleði og dyggðir verða alltaf að haldast í hendur.

Þess vegna stundum við íþróttir og ýmis tómstundastörf til að styrkja heilbrigða sál í hraustum líkama (mens sana in corpore sano) og öðlast andrúmsloft heilbrigðra og helgra skemmtana.

Til viðbótar við ýmsar íþróttaiðkanir, ferðalög og aðrar líkamlegar athafnir, leggjum við mikla áherslu á dvalarbúðir vegna þess að þær eru „skóli dyggðanna“.