Rannsóknarefni
Með ráðstefnum, mótunardögum og námshópum reynum við að rannsaka eftirtalin málefni:
- Tengsl trúar og skynsemi
- Spurningar varðandi tilveru Guðs
- Tilvera sálarinnar og eilíft líf
- Biblían, siðvenjur og kennivald kirkjunnar
- Siðaskiptin og gagnsiðbótin
- Stefnumót og samskipti fyrir hjónaband
- Köllun til lífs í reglusamfélagi
- Hið þrefalda siðleysi þjóðfélags sem leggur ofuráherslu á kynferðismál: Klám, getnaðarvarnir, fóstureyðingar
- Eðlileg regla og hugmyndafræði kynjanna
- Stjórnmál og trúarleg málefni
- Andleg íhugun krossins
- Ekki frjálslynd, ekki íhaldssöm: Einfaldlega kaþólsk
- Hreinlífi
- Saga þeldökkra og goðsagnir
- Tilfinning fyrir lífinu
- Ofsóknir gegn kristnum mönnum
Mótunardagar
Previous
Next
Mótunardagar eru ráðstefnur þar sem ungu fólki er gefið tækifæri til að meðtaka trausta mótun og fá nauðsynleg tæki til að öðlast þekkingu á kaþólskri trú og verja hana. Kaþólskt fólk úr atvinnulífinu, háskólakennarar, prestar og höfundar flytja fyrirlestra um grundvallarmálefni okkar tíma: Tilveru Guðs, ódauðleika sálarinnar, vísindi og trú, sögu kirkjunnar, lífsiðfræði, trúlofun og fjölskyldu o.s.frv. Þessar athafnir eru haldnir í andrúmslofti gleði, vináttu, bænar og margvíslegra annarra menningarlegra og mótandi viðburða.
Litlir fundir haldnir reglulega
Previous
Next
Ýmsir hópar innan Voces Verbi halda aðra reglulegri fundi á hverju ári en hina árlegu mótunardaga.
Á þessum fundum tengjum við saman ýmsa viðburði, svo sem bænir, mótun, skemmtun o.s.frv.