Voces Verbi er hópur kaþólskra ungmenna sem vilja vera salt jarðar og ljós heimsins (Mt 5:13-20). Heitið Voces Verbi (Raddir Orðsins) er fengið frá heilögum Ágústínusi sem sagði: „Hver sá maður sem boðar Orðið er rödd Orðsins.“ Við viljum líka boða með okkar rödd og framar öllu með lífi okkar hvað það er sem Orðið eilífa, Kristur, vill segja við karla og konur og við heiminn nú á tímum.
Unga fólkið í Voces Verbi vill skilja, dýpka og lifa kaþólska trú til að geta fært hana öðrum og varið hana. Til að gera það verða meðlimirnir að lifa lífi sem er rótfast í Kristi í gegnum sakramentin og dýrkun Maríu meyjar.
Við viljum deila andlegu lífi, markmiðum og starfsemi trúarfjölskyldu Orðsins sem varð Hold, sem við fæddumst til og erum hluti af.