Netið
Við viljum nýta fjölmiðlana rétt, og þar sem internetið er hæstiréttur nútímans vilja Voces Verbi vera þar líka til að flytja fagnaðarerindið til endimarka heimsins.
Fyrir utan að vera á samfélagsmiðlunum viljum við bjóða upp á stafrænt mótunarefni eins og bækur, ráðstefnur, hljóðefni o.s.frv.
Heimsóknir í skóla
Við vitum vel að boðberar trúleysis „berjast á móti trúarbrögðunum af öllum kröftum og dreifa trúleysi einnig með því að beita þeim þrýstingi sem opinberum yfirvöldum stendur til boða, einkum á sviði uppfræðslu æskufólks“ (Gaudium et Spes nr. 20), og því viljum við stuðla að því að í skólunum verði kaþólskri trú borið vitni og verja þá fyrir hugmyndafræðilegum árásum, svo sem varðandi kynjafræði.
Til að gera það skipuleggjum við ráðstefnur, bekkjarsamkomur og ýmiss konar fræðslustarfsemi í skóla- og háskólaumhverfi og fjöllum um viðkvæm málefni eins og merkingu lífsins, tilvist Guðs, þátttöku, kynferðismál og hamingju og reynum að svara helstu efasemdum um trúna.
Almenn boðun
„Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni“ (Mk 16:15). Við viljum ekki skella skollaeyrum við þessari köllun sem skuldbindur alla kristna menn.
Hið almenna boðunarstarf sem hefur borið svo mikinn ávöxt í kirkjunni, getur verið tilefni fyrir Guð til að vinna kraftaverk náðar hans í samfélagi sem er jafn afkristnað og jafn andsnúið Kristi og okkar samfélag.
Í þessu almenna boðunarstarfi heimsækjum við hús í ákveðnu héraði eða sókn til að bjóða fólki að sættast við Guð og styrkja samband sitt við hann. „Trúboðsmiðstöðin“ býður einnig upp á ýmiss konar guðrækilega starfsemi, trúfræðslu, menningar- og afþreyingarstarfsemi. Almenna boðunin er tími afturhvarfs, náðar og gleði í Drottni.
Postullegt lífsverndarstarf
Gegn „menningu dauðans“ sem samanstendur af fóstureyðingum, líknardrápi, afbrigðilegum líffræðilegum erfðaskrám og öðrum átakamiklum veruleika, viljum við stuðla að raunverulegri „lífsmenningu“ sem ver fæðingar og styður hina náttúrulegu fjölskyldu.
Af þessum sökum styrkjum við skuldbindingu okkar í baráttunni gegn fóstureyðingum, til að verja réttindi hvers barns sem getið er, hverrar móður og sérhverrar manneskju. Okkur er ljóst, eins og móðir Teresa frá Kalkútta sagði, að „í dag eru fóstureyðingar mesti friðspillirinn“.
Við erum í raun einkum staðráðin í að taka þátt í göngunni fyrir lífið og að framkvæma átaksverkefni eins og að biðja „Rósakrans fyrir lífið“ fyrir framan stöðvar þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar, að dreifa bæklingum í háskólum til að vekja athygli á raunveruleika fóstureyðinga, og greinum til varnar lífi og kvikmyndum til að afsanna rangar goðsagnir sem verja fóstureyðingar, og að verjast hverju því sem ógnar mannlegu lífi.
Sjálboðaliðastarf
Til þess að fullkomna orð Krists sem sagði: „Hver sem gefur einum þessara smælingja svaladrykk vegna þess eins, að hann er lærisveinn, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum“ (Matteus 10:42), skuldbindum við okkur til að heimsækja aldraða og sjúka og styðja við fátækustu boðunarstöðvar trúarfjölskyldu Orðsins sem varð Hold, en í faðmi hennar fæddumst við.
Heilagur Vinsent af Páli sagði að fátækir og þjáðir tákni Son Guðs, sem sjálfur var fátækur og þjáðist á krossinum. Af þessum sökum eru góðgerðarverk eitt af verkum boðunar Voces Verbi, einnig kölluð „líkamleg“ miskunnarverk.
Þessi verk eru unnin umfram allt með því að heimsækja sjúka eða aldraða á hjúkrunarheimilum, létta á líkamlegum og andlegum þjáningum þeirra með samræðum, með því að hlusta á þá eða jafnvel með virkri þjónustu við það ásamt starfsfólki hússins.